spot_img
HomeFréttirSigurður Þ. og Sverrir Þór eftir leik

Sigurður Þ. og Sverrir Þór eftir leik

  Sigurður Þorsteins var langt frá sínu besta í kvöld og var kominn í villuvandræði strax eftir 6 mínútur af leik með 3 villur á bakinu.  Hann spilaði því aðeins 20 mínútur í leiknum og endaði leikinn á bekknum með 5 villur, 2 stig og 5 fráköst.  Það er því ekki nema von að það hafi verið þungt á Sigurðu þegar Karfan náði tali af honum eftir leik.  
 
 

Er hægt að kalla þessa niðurstöðu eitthvað annað en niðurlægingu? 

“Nei, örugglega ekki, við vorum bara sjálfum okkur verstir í dag.   Við vorum bara lélegir á öllum sviðum leiksins, þeir löbbuðu bara framhjá okkur.  Við spiluðum ekki saman, við sóttum ekki á körfuna og þegar við sóttum á körfuna þá létum við blokka okkur í staðin fyrir að gefa boltan”.  

 

Eftir svona frammistöðu getið þið líklega ekki beðið eftir næsta leik til að svara fyrir þetta ?

“Ég er til í að spila annan leik núna, ég er allavega ekkert þreyttur”.  

 

 

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, hafði fá svör við slökum leik sinna manna í kvöld.  36 stiga tap og algjört hrun í sóknarleik Grindavíkur sem skoraði rétt rúmlega helminginn af þeim stigum sem þeir skoruðu í síðasta leik.  

Hvað er það sem fer úrskeiðis hjá ykkur í kvöld? 

“Ef ég vissi það þá hefði ég verið búinn að kippa því í liðinn.  Við vorum bara einhvernvegin ekki tilbúnir, spiluðum enga vörn, hittum ekkert, það skipti engu þó við værum einir undir körfunni.  Við gátum bara ekki skorað.  Þetta var bara hirkalega slapt, það er bara það eina sem ég get sagt”.

 

Eftir 24 stiga sigur í síðasta leik voru fáir sem bjuggust við öðru eins í kvöld

“Að sjálfsögðu er þetta mikil sveifla frá síðasta leik, þetta var bara hrikalegt.  Við þurfum heldur betur að taka okkur saman í andlitinu fyrir næsta leik”.   

Grindvíkingar hljót að bíða spenntir eftir tækifæri til þess að svara fyrir þessa frammistöðu í kvöld?

“Það er bara stutt í næsta leik og við þurfum bara að fara yfir okkar leik og mæta miklu tilbúnari á mánudaginn.  Það er leikur á mánudaginn og við höfum þarna nokkra daga og við þurfum algjörlega að taka okkur saman í andlitinu og koma tilbúnir í næsta verkefni”.  

 

[email protected]

Mynd : [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -