Njarðvíkingar skelltu í heimabakstur í gær þegar þeir spiluðu úrslitaleikinn í drengjaflokki gegn Stjörnunni. Lokastaða leiksins hreint út sagt ótrúleg, 84:53 og sigur Njarðvíkinga aldrei í hættu. Maciej Baginski var svo valinn maður leiksins að þessu sinni með 24 stig og 17 fráköst. Hjá Stjörnumönnum var fátt um fína drætti en þeirra atkvæðamestur var Dagur Kár Jónsson með 17 stig.
Bæði lðiðin hefðu getað spilað betur í upphafi leiks en fyrsti leikhlutinn endaði þannig að Njarðvíkinga höfðu 8 stiga forskot 18:10
Njðar´viingar komu inn í annan leikhlutann af ákafa og Ragnar Friðriksson setti niður tvær flottar þriggjastiga körfur með skömmu millibili. Grænir röðuðu svo niður þristðum í öðrum leikhlutanum á meðan Stjarnan átti erfitt uppdráttar í sínum leik. Hálflleikstölur voru 44:26 og grunnur af sigrinum svo gott sem komin á þessum tímapunkti. Maciej Baginski var þá þegar komin með 14 stig en átti eftir að láta meira af sér kveða. Hjá Stjörnunni var Dagur Kár með 11 stig.
Njarðvíkingar stungu Stjörnumenn endanlega af í þriðja leikhlutanum. Þeir gersamlega sundurspiluðu vörn Stjörnumanna og pressuðu þá stíft. Stjörnumenn litu út eins og nýgræðingar í sportinu og vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Staðan eftir þriðja leikhluta var 74:37 en Njarðvíkingar unnu þriðja fjórðung 30:11.
Fjórði fjórðungur var einnungis formsatriði að klára í þessum leik enda úrslitin löngu ráðin. Það þarf vart að fara fleiri orðum um þenna leik því Njarðvíkingar kjöldrógu Stjörnumenn allt kvöldið og eru Íslandsmeistarar 2013. Lokatölur 84:53.