spot_img
HomeFréttirSödertalje komið í 2-0

Södertalje komið í 2-0

Deildarmeistarar Sundsvall Dragons eru komnir með bakið upp við vegg í úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Södertalje Kings opnuðu einvígi liðanna með 66-72 sigri á heimavelli Sundsvall. Liðin mættust aftur um helgina á heimavelli Södertalje sem þá tóku 2-0 forystu.
 
Lokatölur í leik tvö voru 76-74 Södertalje í vil. Heimamenn í Södertalje komust í 76-74 með tveimur vítaskotum þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum. Jakob Örn Sigurðarson átti svo lokaskotið fyrir utan þriggja stiga fyrir Sundsvall en það var varið og Södertalje fagnaði sigri.
 
Jakob Örn var stigahæstur í liði Sundsvall með 23 stig og 3 fráköst og Hlynur Bæringsson bætti við 16 stigum og 9 fráköstum.
 
Þriðji leikur liðanna fer fram á heimavelli Sundsvall annað kvöld, 23. apríl. 
 
Mynd/ Jakob Örn var stigahæstur í tapliði Sundsvall um helgina.
Fréttir
- Auglýsing -