spot_img
HomeFréttirÚrslit kvenna halda áfram í kvöld

Úrslit kvenna halda áfram í kvöld

Í kvöld fer fram önnur úrslitaviðureign Keflavíkur og KR í Domino´s deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 í DHL Höllinni í Reykjavík og verður í beinni útsendingu hjá Sport TV. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Keflavík en vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari.
 
Keflavík vann fyrsta leik liðanna 70-52 þar sem KR skoraði aðeins 23 stig allan síðari hálfleikinn. Jessica Jenkins gerði KR skráveifu en hún sallaði niður 23 stigum og var 5 af 9 í þristum.
 
Nú er stóra spurning sú hvort úrslitin í kvennaflokki ætli sér að líkjast eitthvað úrslitunum í karlaflokki. Þar sáum við Grindavík og Stjörnuna skiptast á því að kjöldraga hvert annað fyrstu tvo leikina en þriðji leikurinn var svo alvöru leikur. Verður það KR sem kjöldregur Keflavík í kvöld…mæti í DHL Höllina og komist að hinu sanna.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -