Nigel Moore erlendur leikmaður UMFN mun leika áfram með liðinu á næsta tímabili. Eins árs samningur var undirritaður við Nigel nú í vikunni um áframhaldandi veru hans í Njarðvíkunum. Nigel kom til liðsins á liðnu tímabili eftir að Jeron Belin var sagt upp. Leikur liðsins batnaði til muna við komu Nigel. Njarðvíkingar enduðu mótið í 6. sæti og voru ekki langt frá því að koma þó nokkuð á óvart í úrslitakeppninni gegn Snæfell.
Nigel skilaði 20 stigum og tæpum 8 fráköstum á leik fyrir þá Njarðvíkinga og í samtali við Karfan.is kvaðst kappinn mjög ánægður í Njarðvíkinni og hlakkaði til næsta tímabils.
Mynd: Friðrik Ragnarsson formaður kkd. UMFN og Nigel Moore handsala nýjum samningi