spot_img
HomeFréttirKeflavík og Njarðvík leika til úrslita í unglingaflokki

Keflavík og Njarðvík leika til úrslita í unglingaflokki

Keflvíkingar voru rétt í þessu að tryggja sér 83-94 sigur á Fjölni í undanúrslitum unglingaflokks karla. Það verða því Njarðvík og Keflavík sem leika til úrslita í unglingaflokki þetta árið en liðin mætast í DHL Höllinni á sunnudag.
 
Valur Orri Valsson hjó nærri þrennunni í liði Keflavíkur í kvöld með 26 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar en atkvæðamestur í liði Fjölnis var Björgvin Ríkharðsson með 21 stig og 6 fráköst.
  
Fréttir
- Auglýsing -