spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari í 8. flokki kvenna

Keflavík Íslandsmeistari í 8. flokki kvenna

Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari í 8. flokki kvenna eftir öruggan sigur á Íslandsmótinu en lokamótið fór fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ. Þessi aldursflokkur Keflavíkur er taplaus þriðja árið í röð og hefur unnið 50 leiki í röð!
 
Leikir Keflavíkur um helgina:
 
Keflavík 61-8 Snæfell
Keflavík 58-10 KR
Keflavík 64-17 Njarðvík
Keflavík 66-13 Hrunamenn
Keflavík 54-25 Ármann
 
Björn Einarsson er þjálfari liðsins en þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill hans með yngri flokkunum í Keflavík auk einna silfurverðlauna.
 
Mynd/ GÓ: Íslandsmeistarar Keflavíkur í 8. flokki kvenna.
  
Fréttir
- Auglýsing -