spot_img
HomeFréttirMichael Jordan í hnapphelduna

Michael Jordan í hnapphelduna

 Meistari Michael Jordan gifti sig á dögunum og þegar menn af þessari stærðargráðu taka upp á því að skella sér í hnapphelduna er erfitt fyrir hinn stóra heim að taka ekki eftir því. Sú heppna heitir Yvette Prieto og er 35 ára módel en hún og MJ hafa verið saman um tíma og skreið kallinn á skeljarnar 2011.
 
Um var að ræða lítið, 500 manna brúðkaup og bauð kallinn sínum helstu vinum í partýið. Scottie Pippen, Patrick Ewing, Tiger Woods og Spike Lee voru meðal gesta en svo bættust einhverjir 1500 við þegar veislan sjálf var haldin.
 
Þetta fór allt saman fram á Pálmaströndinni (Palm Beach) í Florída og var hent upp tjaldi á Bear‘s Club golfvellinum í Jupiter fyrir veisluna.
 
Ekki er vitað hvort að „góð“ vinur MJ, Ishia Thomas, hafi verið meðal gesta en það er þó ólíklegt.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -