Teitur Örlygsson hefur tekið þá ákvörðun að vera áfram þjálfari Stjörnunnar í Garðabæ á næsta tímabili.
Teitur hefur sem hefur verið þjálfari liðsins undan farin fjögur ár og hálft ár mun klára sitt fimmta heila tímabil með Stjörnunni og segja svo staðar numið. Teitur segir að eftir næsta tímabil verði ákveðin kynslóðarskipti hjá Stjörnunni og hann ætli að leyfa einhverjum öðrum að sjá um það. Þetta kemur fam á visi.is
Á árunum með Stjörnunni hefur Teitur tvívegis orðið bikarmeistari og tvisvar hefur hann farið með liðið alla leið í úrslit en ekki náð að landa Íslandsbikarnum sjálfum.