spot_img
HomeFréttirGuðmundur segir skilið við kvennalið Grindavíkur

Guðmundur segir skilið við kvennalið Grindavíkur

Guðmundur Bragason mun ekki stýra kvennaliði Grindavíkur á næstu leiktíð en hann tók við þjálfun liðsins á miðju tímabili ásamt Crystal Smith erlendum leikmanni Grindavíkurkvenna.
 
Guðmundur tilkynnti þetta á lokahófi Grindavíkur síðastliðið þriðjudagskvöld. Grindvíkingar náðu ekki inn í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna, höfnuðu í 6. sæti deildarinnar með 9 sigra og 19 tapleiki.
 
Þá stendur eftir sú spurning, hver muni taka við Grindavíkurliðinu en það skýrist örugglega á næstunni.
 
Mynd úr safni/ [email protected]
  
Fréttir
- Auglýsing -