spot_img
HomeFréttirTveir úr silfurliðinu 2009 sem tóku gull í ár

Tveir úr silfurliðinu 2009 sem tóku gull í ár

Grindvíkingar hafa leikið þrjá oddaleiki í úrslitum úrvalsdeildar karla frá því að úrslitakeppnin hófst árið 1984. Sá fyrsti var árið 1994 þegar Grindavík tapaði 2-3 gegn Njarðvík og annar oddaleikur félagsins kom árið 2009 þegar liðið tapaði gegn KR 3-2. Báðum oddaleikjunum töpuðu gulir með eins stigs mun!
 
Þriðji oddaleikurinn vannst nú þetta tímabilið 79-74 gegn Stjörnunni og morgunljóst að það er rafmögnuð spenna í boði ef Grindvíkingar fara í oddaleiki í úrslitum. Síðustu tvo oddaleiki, 2013 og 2009, hefur orðið ansi mikil breyting á Grindavíkurhópnum eða á þessu fjögurra ára tímabili. Þó eru tveir leikmenn sem leikið hafa báða þessa leiki en þetta er fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson og Björn Steinar Brynjólfsson. Aðrir leikmenn liðsins í dag komu ekki við sögu í oddaleiknum 2009.
 
Í báðum leikjunum kom Björn Steinar ekki við sögu en í leiknum 2009 gerði Þorleifur 4 stig og tók 4 fráköst á tæpum 20 mínútum. Í leiknum í ár gerði hann 9 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á rúmlega 31 mínútu.
 
Þeir félagar Þorleifur og Björn Steinar tóku því gull í ár en urðu að sætta sig við silfrið 2009.
 
Byrjunarlið Grindavíkur í oddaleiknum gegn KR 2009:
 
Arnar Freyr Jónsson
Brenton Birmingham
Páll Axel Vilbergsson
Nick Bradford
Páll Kristinsson
 
Byrjunarlið Grindavíkur í oddaleiknum gegn Stjörnunni 2013:
 
Sammy Zeglinski
Þorleifur Ólafsson
Jóhann Árni Ólafsson
Aaron Broussard
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
 
Mynd/ [email protected] – Íslandsmeistarar 2013, á myndinni eru þeir Þorleifur Ólafsson og Björn Steinar.
Fréttir
- Auglýsing -