Jón Arnór Stefánsson og lið CAI Zaragoza á Spáni varð fyrir umtalsverðu áfalli um helgina þegar Henk Norel, einn af burðarásum liðsins, meiddist í leik gegn La Bruja de Oro en þeir leikur Haukur Helgi Pálsson eins og kunnugt er.
Norel meiddist í hné og greint frá því á heimasíðu ACB að hann hafi slitið krossbönd en að þessa dagana sé verið að fá endanlega staðfest hversu alvarleg meiðslin séu og hvort hægt sé að slá því föstu að hann verði ekki meira með þetta tímabilið en það mun þó þykja líklegasta niðurstaðan.
CAI Zaragoza er í 6. sæti ACB deildarinnar og baráttan um sæti í úrslitakeppninni er hörð. Norel hefur verið með 13,3 stig og leikið að jafnaði 25 mínútur í leik hjá Zaragoza þetta tímabilið.