spot_img
HomeFréttirIngi Þór er afmælisbarn dagsins í Svíþjóð

Ingi Þór er afmælisbarn dagsins í Svíþjóð

Norðurlandamót unglinga í Svíþjóð er nú í fullum gangi en það kemur ekkert í veg fyrir að menn eigi afmæli. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari U18 ára landsliðs karla á afmæli í dag og amk í þrígang búið að syngja afmælissönginn fyrir kappann hér ytra en Ingi er 41 árs gamall og því afmælisbarn dagsins í Svíþjóð.
 
Annar körfuboltakall á afmæli í dag en það er Snorri Örn Arnaldsson aðstoðarþjálfari bikarmeistara Stjörnunnar en hann fagnar 37 ára afmæli sínu í dag.
 
Karfan.is óskar þessum herramönnum að sjálfsögðu innilega til hamingju með daginn.
  
Mynd/ [email protected] – Ingi Þór við stjórn U18 ára liðsins í gærkvöldi sem vann tvíframlengdan spennuslag gegn Eistlandi.
Fréttir
- Auglýsing -