Ísland átti fjóra leikmenn í úrvalsliðum á Norðurlandamótinu þetta árið. Tvo leikmenn í U16 ára flokki karla, einn í U18 ára flokki kvenna og einn í U18 ára flokki karla. Kári Jónsson, Haukar, og Kristinn Pálsson, UMFN, voru valdir í úrvalslið U16 ára karla.
Ingunn Embla Kristínardóttir, Keflavík, var valin í úrvalslið U18 ára kvenna og þá var Dagur Kár Jónsson, Stjarnan, valinn í úrvalslið U18 ára karla.
Mynd/ [email protected] – Kári Jónsson og Kristinn Pálsson ásamt tveimur leikmönnum úr sigurliði Dana sem valdir voru í úrvalsliðið. Jacob Larsen t.v. af þeim dönsku var svo valinn besti maður mótsins.