spot_img
HomeFréttirTveir nýjir í Valstreyju fyrir næstu leiktíð

Tveir nýjir í Valstreyju fyrir næstu leiktíð

 Valsmenn hafa skrifað undir samning við tvo nýja leikmenn fyrir átökin í Dominos deild karla á næstu leiktíð.  Það eru nafnarnir og bakverðirnir Oddur Birnir Pétursson og Oddur Ólafsson sem bætast í leikmannahóp Vals.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Valur sendir frá sér í dag.  
 
 
 
 

Oddur Ólafsson er tvítugur bakvörður uppalinn í Hveragerði og spilaði með Hamri í úrvalsdeild árið 2009-10.  Þar þjálfaði Ágúst Björgvinsson, núverandi þjálfari Vals, hann áður en hann hélt til bandaríkjana.  þar spilaði hann eitt ár í highschool og eitt og hálft tímabil með Birmingham Southern í háskólaboltanum.  Oddur spilaði eftir áramót með Hamri í 1. deildinni þar sem hann átti meðal annars stórleik gegn Val í leik um sætið í efstu deild á nýliðnu tímabili.  Oddur hefur leikið með unglingalandsliðum Íslands, U16, U18 og U20.  

 

Oddur Birnir Pétursson er 19 ára bakvörður úr Njarðvík úr afar sigursælum yngriflokkum.  Oddur var á öðru ári í meistaraflokk Njarðvíkur go hefur leikið með U16 og U18 landsliðum Íslands.  

 

[email protected]

Myndir:   Valur.is

Fréttir
- Auglýsing -