spot_img
HomeFréttirFalur: Viljum nýtt blóð í þjálfarastarfið

Falur: Viljum nýtt blóð í þjálfarastarfið

Eins og fram kom í gær ákvað stjórn Keflavíkur að endursemja ekki við Sigurð Ingimundarson þjálfara bæði kvenna og karlaliðs félagsins. En Sigurður hefur meira og minna verið viðriðin þjálfun hjá þessum liðum síðastliðna 2 áratugi. Falur Harðarson spánýr formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur sagði í samtali við Karfan.is nú í dag að tími væri komin á breytingar í þjálfun hjá klúbbnum.

 
“Siggi hefur gert frábæra hluti fyrir félagið á þeim árum sem hann hefur verið í þjálfun og það fer ekkert á milli mála og erum við gríðarlega þakklát fyrir það. En það var áhugi hjá nýrri stjórn að breyta aðeins til og koma með nýtt blóð inní þjálfun hjá klúbbnum og það er ástæða þess að við ákvaðum að endurnýja ekki við Sigurð.” sagði Falur í samtali.
 
 
Sigurður hefur á sínum ferli unnið nánast alla þá titla sem bjóðast á landinu og á síðasta tímabili hirti hann alla stóru titlana með kvenna liði Keflavíkur og því ekki laust við að einhverjir spurji sig hversvegna hann haldi þá ekki áfram með liðið? 
 
“Það er vissulega rétt að Sigurður gerði vel með kvennaliðið en aftur komum við að því að það er áhugi fyrir því að breyta um áherslur í þjálfun hjá klúbbnum og um leið fá nýjar pælingar.” sagði Falur.
 
“Við erum með vissar hugmyndir um hvað við ætlum okkur að gera og nú þegar eru þreyfingar komnar eitthvað á veg en við viljum ekkert gefa út fyrr en við erum komnir með þetta á hreint hjá okkur.” sagði Falur Harðarson að lokum.
 
Varðandi leikmannamál hjá liðinu þá sagði Falur að allt væri nú í gangi í þeim málum. “Þetta ætti allt að vera að komast á hreint hjá okkur á næstu dögum og hóparnir bæði kvenna og karla ættu að vera komnir á hreint hjá okkur.” bætti Falur við.
 
Mynd: Keflavíkurkonur á góðri stundu eftir tímabilið
Fréttir
- Auglýsing -