spot_img
HomeFréttirMartin samdi við KR til næstu tveggja ára

Martin samdi við KR til næstu tveggja ára

Martin Hermannsson hefur framlengt samning sinn við KR til næstu tveggja ára. Martin er í augum flestra hættur að vera efnilegur og hefur skipað sér á sess með sterkustu leikmönnum úrvalsdeildarinnar.
 
Martin lék 28 leiki með KR á síðasta tímabili þar sem hann var með 14,5 stig, 3,1 frákast og 3,8 stoðsenidngar að meðaltali í leik. Martin á fjölda landsleikja að baki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr í þessum mánuði valinn í æfingahóp A-landsliðs Íslands fyrir þau verkefni sem framundan eru í sumar.
 
Mynd/ Heiða 
Fréttir
- Auglýsing -