Martin Hermannsson hefur framlengt samning sinn við KR til næstu tveggja ára. Martin er í augum flestra hættur að vera efnilegur og hefur skipað sér á sess með sterkustu leikmönnum úrvalsdeildarinnar.
Martin lék 28 leiki með KR á síðasta tímabili þar sem hann var með 14,5 stig, 3,1 frákast og 3,8 stoðsenidngar að meðaltali í leik. Martin á fjölda landsleikja að baki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr í þessum mánuði valinn í æfingahóp A-landsliðs Íslands fyrir þau verkefni sem framundan eru í sumar.
Mynd/ Heiða