Ingunn Embla Kristínardóttir hefur skrifað undir áframhaldandi samning við Keflavík en Ingunn var að spila sitt fyrsta tímabil í ár með meistaraflokki uppeldisfélags síns og sló svo sannarlega í gegn. Ingunn er nýkomin heim af NM með landsliði Íslands þar sem hún hélt uppteknum hætti og var með 18 stig að meðaltali í leik og um 9 fráköst. Falur Harðarson formaður Keflvíkinga lýsti yfir ánægju sinni með að hafa Ingunn áfram í Keflavík en sögusagnir herma að önnur lið hafi verið að bera víur sínar í þessa efnilegu stúlku.