Kevin Durant framherji Þrumunar frá Oklahoma hefur gert sér lítið fyrir og millifært 1 milljón dollara á reikning fyrir aðstaðdendur þeirra sem eiga um sárt að binda eftir að fellibylur fór illa með bæinn Moore í Oklahoma fylki. “Þetta er hreint út sagt ótrúleg gjöf frá honum og eitthvað sem þú sérð ekki á hverjum degi.” sagði Marc Pollick sem er í forsvari fyrir hópnum sem tók við gjöfinni.
”Því meira sem leið á daginn þá sá ég í fréttunum hversu mikil eyðileggingin er og hversu margir hafa misst heimili sín. Það er erfitt að horfa uppá svona.” sagði Durant nokkuð hógvær í viðtali vestra. ”Oklahoma borg er mitt heimili og ég fór oft í gegnum Moore á leið minni um Oklahoma. Við munum koma saman sem ein borg og koma til bara sem slík einnig.” bætti stórstjarna þeirra Oklahomabúa við.
Durant ætti svo sem alveg að eiga fyrir salti í grautinn þrátt fyrir þetta hugulsama góðverk sitt en hann þénaði 16 milljón dollara á nýliðnu tímabili. Í kjölfarið þá ákváðu forráðamenn Oklahoma Thunder að jafna þetta og gáfu einnig 1 milljón dollara í verkefnið og leikmannasamtök NBA tóku í sama streng.