spot_img
HomeFréttirSpurs komnir í 2-0

Spurs komnir í 2-0

San Antonio Spurs tóku í nótt 2-0 forystu í úrslitaeinvígi sínu gegn Memphis Grizzlies í úrslitaeinvígi vesturstrandarinnar í NBA deildinni. Spurs lögðu þá Grizzlies 93-89 eftir framlengingu.
 
Allir byrjunarliðsmenn Spurs gerðu 11 stig eða meira í leiknum og stigahæstur var Tim Duncan með 17 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar. Tony Parker setti svo persónulegt met í úrslitakeppninni þegar hann gaf 18 stoðsendingar og var einnig með 15 stig! Hjá Grizzlies var Zach Randolph með myndarlega tvennu, 15 stig og 18 fráköst en þeir Mike Conley og Jerryd Bayless gerðu báðir 18 stig.
 
Nú færist einvígið yfir til Memphis að loknum þessum tveimur fyrstu leikjum á heimavelli Spurs.
 
Parker með 18 stoðsendingar:
 
Fréttir
- Auglýsing -