Haukar B standa fyrir 3 á 3 móti föstudaginn 31. maí næstkomandi á heimavelli sínum Ásvöllum (Schenker-höllin). Mótið verður opið fyrir alla hvort sem þú ert 5 eða 65 og ekki verður gert upp á milli kynja. Leikmenn í úrvalsdeild eða 1. deild karla eru þó ekki gjaldgengir.
Þrír til fjórir geta verið saman í liði og verða leikirnir 10 mínútur eða upp í 25 stig. Gefin verða tvö og þrjú stig fyrir körfuna og verður miðað við að liðin spili minnst þrjá leiki. Leikjafjöldi fór þó eftir skráningu og er um að gera að skrá sig sem fyrst þar sem að takmörkun verður á fjölda liða.
Einungis kostar 2500 krónur á lið að taka þátt og sigurvegarinn gengur burtu með bikar og eitthvað fleira. Hægt er að skrá sig á [email protected] eða á [email protected] og líkur skráningu miðvikudaginn 29. maí. Við skráningu þarf að skila inn nöfnum leikmanna og heiti á liði.