Undanfarin ár hafa verið árangursrík í starfsemi KFÍ. Félagið hefur verið í toppbáráttu í fyrstu deild kvenna og meistaraflokkur karla keppir nú í úrvalsdeild karla, sem er efsta deild í keppni hjá körlum í körfuknattleik. Jafnframt því hefur KFÍ verið í öflugu yngri flokka starfi og á félagið m.a. glæsilegan fulltrúa í yngri landsliðum kvenna þar sem Eva Kristjánsdóttir leiddi U16 ára landsliðið í stigaskorun og fráköstum en landsliðið endaði í 4 sæti á nýafstöðnu Norðurlandamóti og rétt missti af verðlaunasæti. Þess má geta að Eva Kristjánsdóttir er líka Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.