Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar í CAI Zaragoza fögnuðu innilega í gærkvöldi eftir spennusigur á Valencia í oddaleik liðanna um sæti í undanúrslitum ACB deildarinnar á Spáni. Zaragoza reyndust sterkari á lokasprettinum á sterkum heimavelli Valencia. Næst á dagskrá hjá Jóni Arnóri og félögum er Real Madrid!