Kvennalandslið Íslands var rétt í þessu að vinna öruggan 77-59 sigur á Möltu á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Helena Sverrisdóttir fór mikinn í íslenska liðinu með 28 stig, 14 fráköst og 2 stoðsendingar. Þetta var í tólfta sinn sem Ísland og Malta mætast í landsleik og hefur Ísland unnið tíu leiki en Malta tvo. Stærsti sigurinn gegn Möltu kom árið 1996 en þann leik vann Ísland með 42 stiga mun á Promotion Cup á Möltu.
Ísland leiddi 19-15 eftir fyrsta leikhluta og 41-28 í hálfleik og hélt liðið Maltverjum ávallt í þægilegri fjarlægð. Helena Sverrisdóttir fór mikinn eins og áður greinir en næst henni var Kristrún Sigurjónsdóttir með 14 stig og 3 fráköst.
Mynd/ KKÍ – Kvennalandsliðið skömmu fyrir leikinn gegn Möltu í dag.