spot_img
HomeFréttirÍsland sigraði Andorra

Ísland sigraði Andorra

 Ísland sigraði Andorra í þriðja leik sínum í Luxemburg í kvöld með 72 stigum gegn 67.  Samkvæmt vef KKÍ var jafnræði með liðunum allan fyrri hálfleik og hittni ekki góð en jafnt var í hálfleik 35:35.  Í þriðja leikhluta komust okkar menn svo í 10 stiga forskot og héldu út þrátt fyrir gott áhlaup Andorra undir lok leiks. 
 Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur liðsins með 17 stig og 5 fráköst og Jón Ólafur var svo næstur með 11 stig. 
 
Viðtöl eftir leik
 
Jóhann Árni Ólafsson hafði þetta að segja að leik loknum:
„Leikurinn þróaðist þannig að við náðum að skora jafnt og þétt í leiknum og halda dampi gegnum allan leikinn. Við framkvæmdum litlu atriðin vel á réttum augnablikum, það og mikil barátta í lokin færði okkur þennan sigur í kvöld. Einnig þá fengum við framlag frá öllum leikmönnum og leikmenn stigu upp á réttum augnablikum, þess má geta að nýliðinn Elvar Már Friðriksson átti snilldarinnkomu.
Það er góð stemning í hópnum og andrúmsloftið gott sérstaklega eftir svona sigur.“
 
Ægir Þór Steinarssonog hafði þetta að segja að leik loknum:
„Við náðum að halda okkur inni í leiknum í fyrri hálfleik en komum sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þá gerðum við loksins það sem við töluðum um, sóttum inn í teig og settum stóru skotin niður. Varnarfráköstin voru að hjálpa okkur mikið svo ekki sé talað um innkomur frá bekknum og þá sérstaklega frá Elvari Má Friðrikssyni en hann náði að stjórna hraðanum sem var gríðarlega mikilvægt við að ná upp forystunni“.
 
Fréttir
- Auglýsing -