Þremur leikjum hefur verið frestað vegna COVID í 1. deild karla og 1. deild kvenna.
Hamar-Skallagrímur sem var á dagskrá í 1. deild karla í kvöld hefur verið frestað vegna smita hjá Skallagrím.
Sindri-Hrunamenn sem var á dagskrá í 1. deild karla í kvöld hefur verið frestað vegna smita hjá Sindra.
Þór Ak.-Hamar/Þór sem var á dagskrá í 1. deild kvenna á morgun hefur verið frestað vegna smita hjá Þór Ak.
Unnið er að því að finna nýja leiktíma fyrir þessa leiki.