Körfuboltaskóli Stjörnunnar er nú í fullum gangi. Í Körfuboltaskólanum er áhersla lögð á þrjú gildi:
• Gleði – Áhersla verður lögð á brosið! Þjálfarar og starfsmenn skólans mæta glaðbeittir til leiks og hvetja iðkendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
• Metnaður – Æfingar verða skipulagðar af metnaði. Fagleg nálgun þjálfara smitast til iðkenda sem ættu þannig að fá aukinn metnað fyrir körfuknattleiksiðkun.
• Samvinna – Samvinna og samstaða skiptir máli í Körfuboltaskólanum. Hluti æfinganna verður skipulagður með samvinnu í huga. Samkennd skiptir líka máli og hluti af jákvæðri upplifun iðkenda felst í jákvæðum samskiptum við hvort annað.
Kennslan í skólanum verður eins einstaklingsmiðuð og kostur gefst á. Hópnum er skipt eftir aldri og verða æfingarnar að mestu þannig að hver og einn getur gert þær á sínum hraða. Þeir sem hafa æft lengi geta tekið framförum á sínum forsendum, en byrjendur fá kennslu í grunnatriðum og geta þannig kynnst íþróttinni á jákvæðan hátt. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2006 (7 ára) og alveg upp í börn fædd árið 2000 (13 ára).
Hægt er að skrá sig í viku í senn og eru allar upplýsingar inn á Stjarnan.is. Einnig er hægt að hafa samband við [email protected], ef einhverjar spurningar vakna. Börn úr öðrum félögum eru hvött til þess að skrá sig. Yfirþjálfarar skólans eru Kjartan Atli Kjartansson og Elías Orri Gíslason. Þeir hafa þjálfað yngri flokka Stjörnunnar undanfarin ár við góðan orðstír. Einnig er fjöldi starfsmanna í skólanum með mikla reynslu af körfuknattleik og má þar nefna unglingalandsliðsmanninn Dag Kár Jónsson.
Skólinn er frá 13 – 16 alla virka daga og kostar vikan 5000.- krónur. Á föstudögum er sprell og fjör – grill og gleði. Magnað fjör í körfuboltaskóla Stjörnunnar!
Mynd með frétt/ [email protected]