spot_img
HomeFréttirAfmælisbörnin: Helgi Viggós 30 ára í dag

Afmælisbörnin: Helgi Viggós 30 ára í dag

 Í gúrkutíðinni þá hendast miðlar oft út í örvæntingarlaugina hvað fréttir varða og enda þá oft í afmælisbörnum. Karfan.is er svo sem engin undantekning þeirrar reglu og því förum við yfir nokkur af afmælisbörnum dagsins í dag og gerumst einnig svo grófir að fara yfir þá sem voru í gær einnig.  En í dag er afmælisbarn dagsins engin annar er baráttu hundurinn úr Skagafirðinum, Helgi Rafn Viggósson sem er 30 ára.  Já þið eruð eflaust að spurja ykkur “En hann er búin að vera í 30 ár í deildinni” en svona er þetta nú bara. 
 
 Svo er það fyrrum þjálfari Keflavíkur og Njarðvíkur að ógleymdu landsliðinu, Sigurður Ingimundarson sem á einnig afmæli í dag. Eftir því sem við best vitum er Sigurður að nálgast níræðis aldurinn ef miðað er þá við hversu lengi hann hefur verið í boltanum. 
 
Sandra Lind Þrastardóttir sú unga snót sem sér um að þrífa teiginn í kvennaliði Keflavíkur er einnig á listanum í dag. Stúlkan að festa sig í sessi í meistaraflokki besta liðs landsins og aðeins 17 ára gömul.  Þetta þýðir að hún mun verða á rúntinum í allan dag og því hugsanlega óvitlaust að rýma göturnar, leggja bílum okkar og leyfa henni að æfa sig. 
 
Í gær voru það svo tveir höfðingar sem fögnuðu sínum afmælisdegi. Tveir harðir skulum við kalla þá því það voru Albert Óskarsson hin almennt dagfarsprúði flugvirki sem gerði garðinn frægann með Keflavíik hér um árið.  Og svo Rúnar Árnason, fyrrum kvenna segull sem hóf feril sinn í heimabænum Grindavík en endaði svo í grænum búningi Njarðvíkinga. 
 
Karfan.is hvetur fólk til að knúsa öll þessi afmælisbörn aðeins extra næstu daga og óskar að sjálfsögðu þessum og öllum hinum afmælisbörnum dagsins til lukku með daginn.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -