Kara Sturludóttir leikmaður kvennaliðs KR spilaði ekkert á síðasta tímabili að sökum barneigna. En næst á dagskrá þessari keppnismanneskju er að halda í víking með unnusta sínum til Noregs þar sem hann mun koma til með að starfa. “Hann er kominn með góða vinnu og ég mögulega seinna. ” sagði Kara við Vísir.is í dag.
Kara sagðist vissulega hafa ætlað sér að spila á næsta tímabili og að bæði KR hafi verið í sambandi við hana sem og hennar uppeldisfélag Njarðvík. “Það er kannski eitthvert körfuboltalið þarna úti.” sagði Kara einnig í viðtalinu. Kara vissi ekki hversu lengi fjölskyldan yrði í Noregi. ”Ef allt gengur vel þá gætu það orðið nokkur ár en svo gætum við líka bara komið heim um jólin.” sagði Kara
Viðtalið má sjá hér.