spot_img
HomeFréttirKörfuboltabúðir FSu og BAB

Körfuboltabúðir FSu og BAB

Skráning í körfuboltabúðir FSu og Basketball across borders gengur vel og er von á sérstaklega skemmtilegum körfuboltabúðum. Eins og áður hefur komið fram koma margreyndir körfuboltaþjálfarar til landsins frá Bandaríkjunum vegna búðanna.
 
Hefur verið ákveðið að halda þjálfaranámskeið samhliða búðunum og munu allir þjálfararnir halda fyrirlestur og deila kunnáttu sinni á þessu námskeiði. Einnig er verið að leggja lokahönd á skipulag þessara daga og verða nokkrir æfingaleikir settir upp þar sem þjálfararnir mæta með úrvalslið leikmanna úr miðskólakerfinu þar ytra.
 
Allir leikmenn, þjálfarar og lið sem hafa áhuga á að taka þá eru hvattir til að tryggja sér pláss sem fyrst en þetta er eitthvað sem enginn vill láta framhjá sér fara og einstakt tækifæri hér á ferðinni.
 
Þjálfararnir Jay Tilton, Jeff Trumbauer og Mike Olson verða með galopin augun þessa daga eftir leikmönnum sem gætu sómað sér vel í skóla og körfubolta kerfi þeirra og bjóða íslenskum þjálfurum að nýta sér þessa fyrirlestra.
 
Skráning og allar upplýsingar
  
Fréttir
- Auglýsing -