spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflavík lagði Þór eftir erfiðan fyrri hálfleik

Keflavík lagði Þór eftir erfiðan fyrri hálfleik

Keflavík lagði Þór Akureyri í kvöld í Subway deild karla, 97-77.

Eftir leikinn er Keflavík í 2. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Þór Akureyri er í 12. sætinu með 2 stig.

Þrátt fyrir að lokum þennan örugga sigur Keflavíkur var leikurinn lengi vel nokkuð spennandi. Þór leiddi eftir fyrsta leikhluta með tveimur stigum, 18-20, og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forysta þeirra komin í 11 stig, 37-48.

Seinni hálfleikurinn er svo líklega eitthvað sem Þórsarar myndu vilja gleyma. Tapa þriðja leikhlutanum sannfærandi, 29-14, og eru því komnir fjórum stigum fyrir aftan fyrir lokaleikhlutann, 66-62. Heimamenn í Keflavík halda þá uppteknum hætti áfram út leikinn sem þeir sigra að lokum með 20 stigum, 97-77.

Atkvæðamestur heimamanna í kvöld var Darius Tarvydas með 23 stig, 13 fráköst og Jaka Brodnik bætti við 25 stigum og 3 fráköstum.

Fyrir Þór var Eric Fongue atkvæðamestur með 25 stig, 3 fráköst og honum næstur August Haas með 17 stig og 12 stoðsendingar.

Leikur kvöldsins var sá síðasti sem bæði lið leika fyrir landsleikjahlé, en næst fær Þór nafna sína frá Þorlákshöfn í heimsókn þann 4. mars á meðan að Keflavík leikur degi seinna gegn Val í Origo Höllinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -