spot_img
HomeFréttirHoward til Houston

Howard til Houston

 Spekúlantar hafa haft lítið annað að pæla í vestra um haf hvar Dwight Howard muni ala mann sinn næstu árin í NBA deildinni.  Howard sem fór til Lakers fyrir síðasta tímabil ætlaði sér svo sannarlega að vinna til verðlauna í borg englana en sú samsetning á liði sem þar fór fram er líkast til mesta flopp síðan John Delorian hóf að framleiða bíla.  En nú herma frétti að Howard hafi gert upp hug sinn og muni semja til næstu fjögurra ára við Houston Rockets. 
 Lakers eiga rétt á að toppa samninginn með 5 ára samningi en þá yrði það einungis til þess að skipta Howard beint til Houston og fá þá jafnvel eitthvað fyrir hann.  Golden State, Dallas, Atlanta ásamt Lakers og Houston gerðu öll tilraun í að fá kappann til sín en svo virðist sem að Rockets hafi haft vinninginn. 
 
Næst á dagskrá hjá Houston er að lokka Josh Smith frá Atlanta og yfir til Texas, en Josh og Howard eru miklir vinir enda slitu þeir barnskóm sínum saman. 
Fréttir
- Auglýsing -