spot_img
HomeFréttirAlmenn ánægja með aukaleikinn í 8-liða úrslitum

Almenn ánægja með aukaleikinn í 8-liða úrslitum

Á dögunum tilkynnti Körfuknattleikssamband Íslands breytingu á framkvæmd 8-liða úrslitanna í Domino´s deild karla. Breytingin var sú að vinna þarf nú þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit keppninnar en þar áður þurfti alltaf að vinna tvo leiki.
 
Um leið og þessar breytingar voru kynntar settum við saman könnun og spurðum lesendur hvort þeir væru sammála, ósammála eða hlutlausir gagnvart þessu nýjasta útspili sambandsins.
 
Alls 85,5% þeirra sem tóku þátt í könnuninni voru sammála þessari breytingu, 6,4% voru ósammála og 7,65% voru hlutlaus svo það er nokkuð ljóst að almenn ánægja ríkir með þetta nýja fyrirkomulag hjá KKÍ á átta liða úrslitum Domino´s deildar karla. Leiðin að titlinum er því orðin lengri en áður og mikill meirihluti virðist sáttur.
  
Fréttir
- Auglýsing -