Áfram höldum við að henda inn myndum af körfum sem hafa verið teknar víðs vegar um landið og stendur karfan á myndinni hér fyrir ofan í portinu fyrir aftan Listaháskólann.
Ragnar Þrastarson sendi okkur svo myndina hér fyrir neðan en körfuna má finna á Dröngum norðarlega í Árneshreppi á Ströndum. Þess má geta að um eins dags gangur (~20 km) er að körfuhringnum frá næsta bílvegsenda við Hvalá í Ófeigsfirði. Nema menn kjósi að ganga úr Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp sem eru um 30 km. En þá þarf reyndar að fara yfir Drangajökul.
Á bænum Hvammeyri í Tálknafirði er svo að finna þessa körfu hérna en það var Reynar Kári Bjarnason sem sendi hana inn.
Þeir sem eiga svo leið í Brekkuskóg hjá Laugarvatni geta, ef þeir finna þessa, smellt sér í eins og einn asna en það var Hlynur Logi Víkingsson sem sendi þessa inn.