Tveir jaxlar eiga afmæli í dag, sá hinn eldri er Fannar Helgason leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar sem er 29 ára gamall en hinn er Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR sem er 25 ára gamall. Þessir kappar eiga það sameiginlegt að hafa leikið fyrir íslenska A-landsliðið.
Fannar er hér á efri myndinni en á þeirri neðri er Brynjar Þór að skarta myndarlegri greiðslu í anda Steinars Kaldal fyrrum liðsfélaga síns úr KR enda ekki leiðum að líkjast. Til hamingju með daginn piltar.
Nú ef við færum okkur út í heim þá er það sjálfur Giorgio Armani sem fagnar 79 ára afmæli sínu í dag og gerir það vafalítið vel klæddur. Hot Rod eða Rod Strickland er 47 ára gamall í dag en Hot Rod var valinn nítjándi í nýliðavali NBA af New York Knicks en kom m.a. við hjá San Antonio, Portland og fleiri liðum en lauk ferli sínum með Houston Rockets árið 2005.