Greg Oden hinn stæðilegi miðherji sem var valinn númer 1 árið 2007 er tilbúinn í að snúa aftur í NBA deildina eftir að hafa átt í meiðslum síðastliðin ár. Síðan hann var valinn árið 2007 hefur hann aðeins náð að spila 82 leiki og hefur ekki spilað í deildinni síðan í febrúar 2009 vegna hnémeiðsla. Oden hefur farið í ótal aðgerðir vegna meina sinna en segist nú tilbúinn að snúa aftur á parketið.
Fregnir vestra segja að Miami séu jafnvel tilbúnir að setja sinn pening á þennan sjö feta fyrrum öfluga miðherja. Oden hóf NBA feril sinn með látum og allt stefndi í nokkuð farsælan feril með Portland Trail Blazers þangað til að meiðsli fóru að hrjá hann strax á fyrsta tímabili. Miami Heat eiga hinsvegar í baráttu við Dallas, New Orleans og SA Spurs um undirskrift kappans en svo virðist sem að Heat séu fremstir í röðinni, sér í lagi eftir að Pat Riley bauð kappanum í heimsókn á “Suður Ströndina” fyrr á þessu ári til Miami.
Oden hefur verið við styrktaræfingar bæði í heimabæ sínum Indianapolis og svo hjá gamla háskóla sínum Ohio State.