Með samanburði á Win Shares* gildum frá síðasta leiktímabili þeirra leikmanna sem voru partur af skiptum Boston Celtics og Brooklyn Nets í fyrr í sumar er hægt að sjá betur hver bar sigur úr bítum í þeim skiptum.
Þann 1. júlí sl. voru gerð opinber skipti þessara liða þar sem Boston Celtics sendu frá sér Kevin Garnett, Paul Pierce, Jason Terry og DJ White til Brooklyn Nets í skiptum fyrir Keith Bogans, MarShon Brooks, Kris Humpries og Gerald Wallace.
Win Shares per 48 mínútur þessara leikmanna eru eftirfarandi:
Paul Pierce 0,135
Kevin Garnett 0,133
Jason Terry 0,091
DJ White 0,117
Samtals 0,476
Keith Bogans 0,047
MarShon Brooks 0,068
Kris Humphries 0,109
Gerald Wallace 0,072
Samtals 0,296
Nets losuðu DJ White undan samningi skömmu eftir skiptin svo gildin hans verða ekki tekin með í samanburðinn. Brooklyn Nets fengu leikmenn með samtals WSp48min 0,359 og létu frá sér leikmenn með samtals 0,296 eða nettó aukning um 0,063. Boston Celtics fara heldur verr út úr þessum skiptum með nettó lækkun upp á -0,180.
Brooklyn Nets hafa svo bætt heldur betur í leikmannalistann sinn eftir þessi skipti. Endursömdu við Andray Blatche og bættu við Andrei Kirilenko og Alan Anderson. Launakostnaður Nets verður yfir $186 milljónir með launum (yfir $100m) og refsiskatt (yfir $80m). Áhersla Mikhail Prokhorov, eiganda liðsins, á árangur NÚNA gæti ekki verið mikið skýrari.
Boston Celtics hins vegar eru farnir á fulla ferð í enduruppbyggingu. Þessi skipti marka upphafið af því. Nú eru aðeins Rajon Rondo og Jeff Green sá kjarni sem liðið ætlar að byggja í kringum. Nýliðinn Kelly Olynyk lofar góðu eftir sumardeildina og því má ekki gleyma að þessir leikmenn sem Boston fékk til sín í skiptunum eru engir aumingjar þó þeir standist varla samanburð við þá sem fóru.
* Win Shares (WS) er leið til að meta hlutdeild leikmanns í sigurleikjum liðsins. Sem dæmi má nefna LeBron James sem leiddi NBA deildina í þessum tölfræðiþætti á síðustu leiktíð, en hann var með 19,3 WS. Framlag hans til sigurleikja liðsins nær yfir samtals 19,3 leiki á leiktíðinni. Einnig er mælt framlag leikmans per 48 mínútur eða hvað hann myndi skila í leik miðað við 48 leiknar mínútur.