Hlynur Bæringsson var nú rétt í þessu að skella á okkur hérna hjá Karfan.is og hafði þetta að segja um leikinn gegn Búlgaríu áðan. “Fyrst og fremst þá spila Búlgarirnir mjög vel í þessum leik. Og svo fannst mér við fara út úr okkar leik að vissu leiki. Svo fannst mér líka eins og að þeir leikmenn hjá okkur sem spiluðu mest höfðu ekki púður í þennan leik. Búlgarir taka mikið af fráköstum gegn okkur og skora svo mikið inní teig. Þeir eru með gott lið og við vissum að þetta yrði erfitt en þetta var kannski full stórt tap.”
Búlgarir voru snjallir og augljóst að þeirra leikplan gekk út á það að leita niður á blokkina gegn okkar mönnum. Fannstu fyrir því?
“Þetta var erfitt jú jú. En Haukur lendir fljótlega í villu vandræðum og spilaði því kannski eins mikið og hann hefði átt að gera. Pavel dettur niður í fjarkann og þetta var erfitt eftir það. Svo erum við (Haukur) báðir í vændræðum villulega og gátum kannski ekki tekið eins vel á þeim og við vildum. Það er kannski alveg munur á þessum liðum en hann er ekki svona stór myndi ég segja.”
“Nú þurfum við að laga ýmsa hluti fyrir næsta leik. Fyrst og fremst er það sjálfstraustið, andlega hliðin og að ná okkur upp sem lið. Búlgarir hafa unnið Rúmena og ég tel okkur eiga að geta unnið þá. En ef við spilum eins og í kvöld þá eigum við aldrei séns. Við þurfum að passa körfuna betur og pass að vera ekki að fá okkur 20 stig eftir sóknarfráköst, það er bara ekki ásættanlegt.”
En mætti hugsanlega dreyfa mínútunum betur?
“Ég veit það ekki. Ég er vanur að spila þetta 34 mínútur plús en verð að viðurkenna að ég var ekki orkumikill á lokasprettinum í leiknum. Eins og ég sagði var erfitt að missa Hauk í villuvandræði þarna snemma leiks sem riðlaði þessu öllu hjá okkur. En kannski að einhverju leyti mætti dreyfa þessu betur.”