spot_img
HomeFréttirHollendingar með ólöglega menn

Hollendingar með ólöglega menn

  FIBA Europe dæmdi í gær tvo leiki Hollendinga í undankeppni Eurobasket 2015 tapaða vegna of margra leikmanna með tvöfalt ríkisfang. Þetta tryggir Eistum sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum þar sem þeir mæta Hvít Rússum eða Slóvökum
 
 Málið snýst um tvo leikmenn Hollendinga, þá Mohamed Kherarazi frá Marokkó og Sean Cunningham sem er fæddur í Bandaríkjunum. Einhverjir ættu að kannast við Sean Cunningham en hann kom til Tindastóls í lok október 2010 og lék með þeim það sem eftir var vetrar. Hollendingar eru ekki sáttir við dóminn þar sem þeir telja að Sean sé Hollendingur þar sem hann á hollenska ömmu og íhuga þeir að áfrýja málinu en þeir hafa 7 daga til þess. Hollendingar voru í dauðafæri að vinna riðilinn, aðeins einn leikur er eftir, heimaleikur þeirra gegn Portúgal og þurftu þeir „aðeins“ að vinna með 9 stigum til að vinna riðilinn og komast áfram.
Fréttir
- Auglýsing -