FSu hefur bætt við sig leikmanni frá Englandi sem heitir Grant Bangs og er 21 árs gamall. Bangs er rúmlega tveggja metra bakvörður/framherji sem lék síðast í Bandaríkjunum og þykir fjölhæfur að því er fram kemur á heimasíðu FSu, fsukarfa.is.
Á heimasíðu Iðu-manna segir:
Grant Bangs 21 árs gamall leikmaður frá Englandi hefur bæst í leikmannahóp FSu. Grant er rúmlega 200 cm bakvörður/framherji sem lék síðast í Bandaríkjunum og er hann fjölhæfur leikmaður sem kemur í gegnum samstarf FSu við skóla í Englandi. Hann mun því vera annar erlendur leikmaður félagsins og mun því aðeins geta leikið þær mínutur sem Collin Pryor verður á tréverkinu.
Grant mun æfa með akademíu FSu og að hans sögn hlakkar hann mikið til að hefja sinn feril sem hann vonar að verði langur og farsæll í Evrópu. Hann er væntanlegur til landsins í brujun næsta mánaðar.