spot_img
HomeFréttirJames fékk lögreglufylgd á tónleika

James fékk lögreglufylgd á tónleika

LeBron James lá á að komast á tónleika með Justin Timberlake og Jay Z á dögunum í Miami og til að flýta fyrir fékk hann lögreglufylgd gegnum umferðarþungann. Herlegheitunum var vitaskuld komið fyrir á samfélagsmiðlum af James sjálfum og hefur lögreglan í Miami-borg nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins.
 
Samkvæmt yfirlýsingu Miami lögreglunnar var það ekki reglum samkvæmt þegar lögreglumennirnir framkvæmdu þessa „fylgd“ fyrir LeBron og hefur málið verið sem olía á eld þeirra sem kunna lítt að meta kappann. Ekki þarf að fara lengra en á Instagramreikning LeBron til að sjá að þar eru margar hverjar athugasemdirnar ansi svæsnar.
 
James komst klakklaust á tónleikana sína en almenningur lætur sér illa líka þessi vinnubrögð lögreglunnar enda ættu þeir að hafa margt annað fyrir stafni.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -