spot_img
HomeFréttirWarren í Hólminn

Warren í Hólminn

Snæfell hefur samið við bandaríska körfuknattleiksmanninn Jamarco Warren sem kemur úr Charleston Southern háskólanum. Jamarco lauk námi 2011 og hefur síðan leikið í sumardeildum og einnig ferðast með liði til Japans.
 
Jamarco er um 177 sentímetrar á hæð og er leikstjórnandi sem á sínu lokaári var með 17.8 stig að meðaltali í leik, 3 fráköst og 2.8 stoðsendingar. Jamarco er á leið til landsins og verður klár í slaginn þegar að Snæfell mætir ÍR-ingum næstkomandi föstudag klukkan 19:15 í Hertz-hellinum í Lengjubikarnum.
  
Þá skrifuðu VÍS og Snæfell undir styrktarsamning á dögunum og verður VÍS einn af aðalbakhjörlum körfuknattleiksdeildar Snæfells. Markmið samningsins er að styðja við Snæfell í íþrótta- og uppeldishlutverki sínu. Snæfell vinnur með VÍS að forvörnum og skal vera til fyrirmyndar á því sviði. Merki fyrirtækisins verður svo komið fyrir á framanverðum búningum Hólmara en nýjir og brakandi ferskir búningar eru í framleiðslu þessa stundina.
 
www.snaefell.is 
Fréttir
- Auglýsing -