Karla- og kvennalið Vals munu tefla fram sömu erlendu leikmönnum og þau gerðu á síðasta tímabili. Þannig mun Chris Woods snúa aftur til starfa með karlaliði félagsins og Jaleesa Butler verður áfram á mála hjá kvennaliði félagsins en bæði lið Valsmanna munu leika í Domino´s deildunum á komandi tímabili.
Valskonur hafa þegar hafið tímabilið með látum en þær lögðu Keflavík 63-58 í Lengjubikarkeppni kvenna í gær en karlalið Vals hefur leik í Lengjubikarkeppninni þann 6. september næstkomandi og þá einmitt gegn Keflavík á útivelli.
Mynd/ Torfi Magnússon: Chris Woods snýr aftur í Vodafonehöllina