Fimmtudaginn 5. september næstkomandi halda Njarðvíkingar á leiðis til Danmerkur þar sem liðið mun leika fjóra æfingaleiki ytra. Strax á fimmtudag mætir liðið SISU kl. 19:00 að staðartíma.
Föstudag, laugardag og sunnudag mun liðið einnig leika gegn Værlöse þar sem Axel Kárason landsliðsmaður er einn helsti prímusmótor liðsins. Laugardagurinn verður stór en þá mæta Njarðvíkingar Svendborg Rabbits og svo Malbas á sunnudag en Malbas er lið í næstefstu deild í Svíþjóð.
Mynd/ Elvar Már Friðriksson og Njarðvíkingar eru á útleið.