spot_img
HomeFréttirBoltinn í Köben að rúlla af stað

Boltinn í Köben að rúlla af stað

Nú fer bumbuboltatímabilið hjá IF Guðrún að rúlla af stað í Köben og við viljum endilega fá fleiri til liðs við okkur. IF Guðrún er eldhress hópur af Íslendingum sem eiga það sameiginlegt að þurfa að hreyfa sig, til að sporna við þyngdaraukningu vegna bjórdrykkju, og almenns áhuga á körfuknattleik.
 
Hópurinn samanstendur af reynsluboltum og þungavigtarmönnum úr íslensku körfunni (sem flestir lifa á gömlum afrekum), sem og áhugamönnum um almennt sprikl og að sjálfsögðu einstaka streetball stjörnu. Allir eru velkomnir óháð getu eða fyrri afreka, eina skilyrðið er halda að maður sér betri en maður er.
 
Æfingar fara fram í Grøndalscenter, hal D, á föstudögum milli 18:00 – 20:00. Endilega skráið ykkur inná Facebook grúppuna okkar til að fá meiri upplýsingar.
 
 
Fyrir hönd IF Guðrún
Kv. Uxinn
  
Fréttir
- Auglýsing -