Haukur Helgi Pálsson mun að öllum líkindum koma til með að spila með liði CB Breogán á komandi tímabili á Spáni. CB Breogán leikur í LEB Gold deildinni sem er deild fyrir neðan ACB deildina og þó svo að styrkleikinn sé ekki á við ACB þá er þetta nokkuð sterk deild og lið úr ACB deildinni fylgjast grannt með málum leikmanna þar.
” Þetta er nú ekki alveg komið en svo til búið að ganga frá þessu 90%. Liðið er í borginni Lugo sem er á norð-vestur tanga Spánar eða í raun fyrir ofan Portúgal. Mér lýst ágætlega á þetta og þarna fæ ég vonandi fleiri tækifæri og þroskast sem leikmaður.” sagði Haukur í samtali við Karfan.is nú rétt í þessu en svo þurfti hann að þjóta á æfingarleik.
Breogán fór í úrslitakeppni LEB Gold í fyrra en voru slegnir út í fyrstu umferð.