Í dag, sunnudaginn 8. september, verður hleypt af stokkunum söfnum til handa KRTV. Ástæða þessarar söfnunar er að KRTV vantar nauðsynlegan búnað til að hægt sé að halda áfram með það ágæta starf sem hefur verið unnið. KRTV hefur verið rekið hingað til á lánsbúnaði en nú skal lyfta grettistaki í sögu stöðvarinnar og festa kaup á eigin búnaði.
Á heimasíðu KR segir:
Hugmyndin er að með kaup á eigin búnaði verði hægt að nýta og reka KRTV á miklu stærri grundvelli heldur en áður hefur verið gert.
-KRTV stefnir að því að senda út frá öllum leikjum körfuknattleiksdeildar KR í DHL höllinni. Þá er átt við alla flokka kvenna og karla.
-KRTV stefnir að því að senda út í háum gæðum og útsending verði stöðug.
-KRTV stefnir að því að senda út allan sólarhringinn. Þegar ekki er verið að senda beint út frá leikjum eru gamlir leikir, ný og gömul tilfþrif látin ganga í „loop-u“.
-KRTV stefnir að taka upp alla leiki hjá öllum flokkum sem leiknir eru í DHL höllinni og varðveita til framtíðar. Varðveislugildi slíkra mynbanda verður ómetanlegt þegar fram líða stundir.
-KRTV stefnir að vera með litla sjónvarpsstöð í fréttamannastúku DHL hallarinnar.
-KRTV ætlar að þjálfa ungt fólk við hin ýmsu verkefni sem lítil sjónvarpsstöð þarf að sinna. Klipparar, mixarar, upptökumenn, hljóðmenn, grafík og fleira.
Við hvetjum alla KR-inga og aðra áhugamenn um körfuknattleik að leggja okkur lið og styðja KRTV.
Söfnunarreikningur KRTV:
RNR.: 0137-26-010220
KT.: 510987-1449