spot_img
HomeFréttirGrænir búnir í Danmörku

Grænir búnir í Danmörku

Njarðvíkingar léku fjóra æfingaleiki í Danmörku um síðastliðna helgi, unnu þar tvo leiki og töpuðu tveimur. Snæfell heldur út í fyrramálið en þar eru fyrirhugaðir nokkrir æfingaleikir fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins sem og yngra karlalið Hólmara.
 
Úrslit Njarðvíkinga í Danmörku

SISU 80-98 Njarðvík
Nákvæmt stigaskor ekki fáanlegt en Nigel Moore var atkvæðamestur og þeir Ágúst Orrason, Elvar Friðriksson, Halldór Örn og Hjörtur Hrafn áttu allir góðan leik.
 
Værlöse 79-76 Njarðvík
Elvar Már Friðriksson og Maciej Baginski gerðu báðir 18 stig í liði Njarðvíkinga.
 
Svendborg 85-75 Njarðvík
Maciej Baginski gerði 16 stig í leiknum og Halldór Örn Halldórsson var með 12.
 
Njarðvík 86-71 Malbas
Ágúst Orrason með 15 stig og þeir Snorri Hrafnkelsson og Maciej Baginski voru báðir með 13 stig.
 
Í kvöld eru svo tveir leikir í Lengjubikar karla og annar þeirra er viðureign Snæfells og ÍR. Eftir leikinn í kvöld bruna Hólmarar suður í Leifsstöð og hefja sína eigin Danmerkurför. Næstum því 40 manna hópur úr Stykkishólmi heldur út en farið er með karla- og kvennalið félagsins sem og yngra karlalið.
 
Hildur Björg Kjartansdóttir verður með í för en leikur ekki þar sem hún er að jafna sig eftir aðgerð síðan fyrr í sumar og þá verður Helga Hjördís ekki með sökum anna í námi. Berglind Gunnarsdóttir er einnig fjarri góðu gamni eftir aðgerð á öxl og enn er ekki útséð með hvort Alda Leif Jónsdóttir leiki með Snæfell á tímabilinu eftir krossbandaaðgerð í maí síðastliðnum.
 
Karla- og kvennalið Snæfells leika fyrst gegn BMS og þar næst SISU. Kvennaliðið mun svo leika við EOS frá Svíþjóð en karlaliðið gegn Næstved í dönsku úrvalsdeildinni þar sem fyrrum Snæfellsþjálfarinn Geoff Kotila þjálfaði síðustu ár. Yngra karlalið Snæfells leikur svo við U18 ára lið SISU og karlalið Hólmara mætir loks Boras frá sænsku úrvalsdeildinni og kvennaliðið leikur sinn lokaleik gegn Aabyhoj.
 
Mynd/ Ingi Þór Steinþórsson hefur í mörg horn að líta í komandi Danmerkurför.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -