spot_img
HomeFréttirSektin verður 250.000 krónur

Sektin verður 250.000 krónur

Stjórn KKÍ hefur ákveðað að sekt fyrir að nota ólöglega leikmenn verði 250.000 krónur. Í reglugerð sambandsins um körfuknattleiksmót bætist við eftirfarandi texti:
 
 
„Ef notaður er ólöglegur leikmaður í tveimur efstu deildum karla og kvenna, bikarkeppnum meistaraflokka og meistarakeppni á vegum KKÍ er sektin 250.000 kr.“
 
Sektarákvæði taka gildi frá og með deginum í dag fimmtudeginum 12. september 2013 og reglugerð um körfuknattleiksmót þegar uppfærð.
 
Stjórn KKÍ er enn að ræða sektarupphæðir fyrir aðra flokka og deildir meistaraflokka.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -