spot_img
HomeFréttirElvar að skrúfa upp hitann

Elvar að skrúfa upp hitann

Elvar Már Friðriksson heldur nú inn í sitt þriðja meistaraflokkstímabil með Njarðvíkingum og ef marka má leik gærkvöldsins gegn Haukum ætlar leikstjórnandinn öflugi að færa hlutina upp á næsta þrep. Elvar fór hamförum gegn Haukum í gærkvöldi þar sem hann skoraði 44 stig og var með 48 framlagsstig í öruggum sigri Njarðvíkinga.
 
Hér að neðan fara þrjú síðustu tímabil hjá Elvari, þ.e. hæsta framlag sem hann náði og hæsta stigaskor í stökum leik. Tímabilin 2011-2012 og 2012-2013 eru tölur úr deildarkeppninni en tímabilið 2013-2014 er Lengjubikarkeppnin þar sem úrvalsdeildin er ekki hafin.
 
Hæsta framlag og hæsta stigaskor
 
2011-2012
Hæsta framlag 22 stig – hæsta stigaskor 22 stig
 
2012-2013
Hæsta framlag 29 stig – hæsta stigaskor 36 stig
 
2013-2014
Hæsta framlag 48 – hæsta stigaskor 44 stig
 
Það vantar ekki stökkið hjá kappanum sem hefur síðustu tvö tímabil stimplað sig rækilega inn sem einn af sterkustu leikstjórnendum deildarinnar og sé tekið mið af frammistöðunni í gærkvöldi þá ætti kappinn að vera á leið inn í ansi athyglisvert tímabil.
  
Fréttir
- Auglýsing -